Ferilskrá og aðeins um mig
Hæ, ég heiti Gróa.
Ég stundaði nám í “Communication Design” við Berghs háskólann í Svíþjóð, sem leggur áherslu á hvernig hönnun, efnisgerð og markaðssetning spila saman til að byggja upp sterkt vörumerki. Í kjölfarið er ég að ljúka námi í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði við Háskólann á Bifröst, sem hefur veitt mér dýpri skilning á markaðs- og neytendahegðun og miðlun sem að fyrirtæki leggja fram og skapa stýrir að stóru leyti kauphegðun fyrirtækja og brýtur á ákveðinn hátt markaðstrektina sem hefur verið ríkjandi undanfarna áratugi.
Í gegnum markaðsstörf mín hef ég tileinkað starfi mínu í það að ögra hefðbundinni markaðssetningu í gegnum skapandi framsetningu á markaðsefni, verið ábyrg fyrir markaðs- og birtingaráætlunum og nýtt bakgrunn minn til þess að setja fram efni sem endurspeglar anda fyrirtækisins og nær til neytenda. Sem neytendur sjáum við yfir 10.000 vörumerki á dag og það er mitt hlutverk að standa út frá fjöldanum og byggja upp ímynd sem að týnist ekki í mettuðu neytendaumhverfi.
Ég trúi því að með skapandi nálgun, skipulagðri áætlun og snöggum viðbrögðum við straumum og stefnum sé hægt að skera sig frá mettuðu markaðsumhverfi og skapa aukna vitund og velgengni. Í takt við þetta viðhorf hef ég byggt upp og leitt markaðsáætlanir sem hafa skilað raunverulegum árangri – t.d. Hef ég skipulagt stafræna markaðsáætlun sem skilaði 1420% aukningu innan samfélagsmiðla og “engagement” frá tilætluðum markhóp var yfir 120% sýnilegri og virkari. Einnig var “leads” staða sem kom út frá “organic reach” vaxandi með fylgjendahópi samfélagsmiðla.
Ég er ábyrg, skipulögð, vinnusöm, jákvæð og fljót á fæti og hef unnið með fjölbreyttum stofnunum, góðgerðarmálum og fyrirtækjum. Ég er gagnrýnin á eigin vinnu og legg upp úr því að hámarka árangur innan fljótandi og síbreytilegum markaði.
Árangur í starfi.
Leiddi nýsköpunarverkefni sem að einblínir á hormónaheilsu kvenna og fékk inngöngu og viðurkenningu innan Nýsköpunarhraðals AWE.
Leiddi markaðsherferðina “Ekki þetta týpíska” sem að leiddi til áberandi vaxtar innan KILROY á Íslandi.
Hélt erindi fyrir nemendur FSu um möguleika innan markaðssetningar, hönnunar og Fablab.
Útskrifaðist með fyrstu einkunn úr BERGHS School of Communication.
Var ábyrg fyrir uppsetningu á einni af fyrstu Performance Max herferð á Íslandi.
Tók þátt í erindi á markaðsráðstefnu Kompaní um tækifæri UGC markaðssetningar í ferðaiðnaði.
Hef unnið að mörkun og auðkenni íslenskra vörumerkja líkt og Emil og Lína, Útilíf og Shay.