Meloa.
Verkefni → Meloa
Hannað af → Gróa Dagmar Gunnarsdóttir
Tímarammi → Mars 2024 —September 2024
Meloa er sænsk fataverslun sem einblínir á stílhreina og sjálfbæra hönnun. Vörumerkinu vantaði mörkun og auðkenni ásamt heimasíðu og stefnumótun innan markaðsaðgerða sinna.
Kynning:
För de som bär något fint och hör: "Jag behöver veta var det kommer ifrån."
Meloa är en typ av butik som inte skriker. Men den fångar ändå blickar. Dold i Malmö är den full av mönster, färger och passformer som säger precis tillräckligt utan att försöka för hårt. Kläder med attityd. Mjuka stickade plagg som inte försvinner i bakgrunden. En hel vibe. Men problemet? Inget av detta kom fram online.
Webbsidan kändes som en glömd hylla längst bak. Ingen gnista, ingen historia, och definitivt inget "Vänta, var fick du tag på det?" Så låt mig vara rak, en uppfräschning var tydligt nödvändig.






Markaðsáætlun
Markaðsáætlun Meloa byggist á markaðsstóli sem að kallast 360 marketing. 360 markaðssetning felur í sér heildræna nálgun á markaðssetningu þar sem allar snertipunktar við viðskiptavini eru teknir með í reikninginn. Þetta þýðir að Meloa þarf að nýta allar mögulegar leiðir til þess að segja sögu sína, hvort sem það er í gegnum samfélagsmiðla, auglýsingar, viðburði og jafnvel í gegnum upplifun viðskiptavina í verslun. Markmið 360 markaðssetningar er að skapa samræmda upplifun sem nær til viðskiptavina á öllum stigum ferlisins. Í tilviki Meloa er mikilvægt að sameina vörumerkið sjálft og gæði framboðs í markaðssetningunni til að vekja upp forvitni, svo að fólk spyrji "Hvar fékkstu þetta?". Þetta helst í hendur við stafræna hringrás viðskiptavina sem að einblínir á að minnka kostnað greiddar markaðssetningar.
Stafræna hringrásin er hugmynd sem er mikilvæg til þess að byggja upp sjálfbæran hóp viðskiptavina. Með því að skapa jákvætt umtal og upplifun getur Meloa skapað verðmætt markaðstól sem að byggist á að viðskiptavinir deili áfram sinni upplifun. Hringrásin þarfnast sérstakrar áherslu á UGC, samfélagsmiðla, þjónustu og gæða á vöruframboði. Þegar væntingar viðskiptavina eru uppfylltar og þeir hafa jákvæða ímynd af vörumerkinu eru þeir líklegir til þess að færast inn í hringrásina.

